Willkommen

sunnudagur, janúar 30, 2005

Jæja..er komin með nýja síðu á blog.central.is ...slóðin er semsagt www.blog.central.is/rakelviggos ..kveð þá að sinni héðan frá blogspot.com ...tjuuusss
|
|| Rakel 7:11 e.h.
Þetta var án efa rólegasta helgi sem ég hef upplifað í mörg ár!! Búin að vera með e-ð flensuógeð og slappaði bara af! Strákarnir mínir urðu Reykjavíkurmeistarar í gær og var það nottla voða gaman! Unnum Val og KR nokkuð örugglega! Svo var bara farið heim, í náttföt, uppí rúm og horft á Friends allt kvöldið! Lilja og Stína komu til mín á föstudagskvöldið og sátum við og spjölluðum til 5 um morguninn..voða næs! Pabbi kemur heim í kvöld..eins og það er nú gott að fá hann aftur heim þá hefði alveg mátt ganga betur úti! Þeir stóðu sig samt vel og eiga hrós skilið! Hrikalega óheppnir og áttu alveg skilið að komast áfram upp úr riðlinum...en svona er etta stundum..það verður ekki á allt kosið í þessum málum!!
|
|| Rakel 5:14 e.h.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Jahédddna hér....jeeeeeeesssúss minn!! Íslendingarnir voru svo flottir að maður er ekki að ná þessu!! Tékkagreyin...æj æj æj...!! Þvílík fagnaðarlæti brutust út hér heima í fullu húsi og maður skelfur bara!!! Ólafur Indriði Stefánsson er nottla ótrúlegt fyrirbæri..sjá þessi víti sem maðurinn tekur!!
|
|| Rakel 5:49 e.h.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Jæja..maður er að ná sér eftir ferðina! Allt að koma...
Kolla á afmæli í dag..til hamingju esskan :) ætlum að koma henni á óvart á Vegamótum í kveld stelpurnar! Bjóða henni að borða og e-ð! Ofsa gaman :) Svo ætlar hún að halda uppá það á laugardaginn..! Hún ætlar að blanda e-a deadly bollu svo það stefnir allt í skandal hjá systrunum...sem er nú ekkert nýtt!!

Jæja...ér farin að vinna héddna í Denna!! Gæti ekki verið betra þessa dagana! Bless bless essskurnar...
|
|| Rakel 1:45 e.h.

mánudagur, janúar 17, 2005

Hola mis amígos... ¿qué tal? soy ahora en Islas de Gran Canaria! Nuestro ultíma noche aquí! Las Canarias me gusta mucho! Hace mucho calor y toda gente beben mucho alcohol y yo tambíen!!! Mi español no es muy bien..en madur reynir eins og madur segir! Madur hefur tekid Kanarí eyjar med trompi hérna! Edlilegt ad eftir fyrsta kvoldid thá var endalaust af fólki sem heilsadi manni hérna! Barthjónarnir og thjódverjarnir alveg ad meika thad hjá Rach! Madur hefur alveg látid vínid eiga sig...eeeinmiit...!! Kem heim á morgun esskurnar, ekki orvaenta! Búnad hafa thad alveg hrikalega gott hérna!! Hótelid í djókinu..thetta er thad flottasta sem madur hefur upplifad! Hitinn 30· á daginn..og 20 á kvoldin! Nenni ekki ad liggja í sólbadi..hefur engan tilgang fyrir mig thar sem ér rosalega hvít ad edlisfari og brenn bara og verd svo aftur hvít..hálfgerdur albínói!!

Jaeja..aetladi bara rétt ad tékka stoduna á reikningnum og fara svo aftur ad hitta lidid og sotra meira raudvín!! edlilegt ad ég man ekki stoduna...díssús..heilasellurnar hafa heldur betur fengid ad fjúka í thessari ferd!!

Buena noche..adíós
|
|| Rakel 8:25 e.h.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Kanaríeyjar
...vona að þið eigið góða viku og við heyrumst síðar :)
|
|| Rakel 1:08 f.h.

föstudagur, janúar 07, 2005

Kláraði Lord of the Rings - Return of the king í gær! Þá er é búnað horfa á allar þrjár myndirnar og er virkilega stolt yfir þessum árangri mínum! Mér finnst Fróði samt frekar mikil kelling og bjóst við stráknum aðeins sterkari..alltaf e-ð vælandi og næstum búnað klúðra málunum á ögurstundu...!! Klukkan var að verða 3 í nótt þegar ég var að klára myndina..var orðin rosa spennt í restina, var komin næstum alveg að skjánum og vildi beið eftir að myndin kláraðist..á rosalega erfitt með að farað sofa frá hálfkláraðri mynd!
Stelpurnar koma í kveld..Hildur, Lilja, Sessa og svo auðvitað Stóns..rosa stuð..
tjuuussss
|
|| Rakel 6:04 e.h.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Áramótin voru fín! Ég er ekkert ofsa mikið fyrir flugelda, en þegar ég er komin í glas þá hef ég rosa gaman að þeim!! Ég fór út með Tomma að sprengja eftir matinn..í háum hælum og stuttu pilsi..með hlífðargleraugu..í hálku...og komin aðeins í glas...fyrir utan það að þetta var ég, sem hef ekki verið þekkt fyrir að hafa heppnina með mér í gegnum tíðina..!! Ég heimta að fá að kveikja í einni köku..hélt á e-u hjúdds stjörnublysi og kveiki í..hleyp svo (..rosa hratt, að mér fannst sjálfri..) og lít til baka..sé að helvítis kakan dettur á hlið og stefnir beint á mig..ég öskra á Tómas "Í SKJÓL TÓMAS..ÍÍÍ SKJÓL.." renn svo til í hálkunni..rétt næ að halda mér á löppunum og það byrjar að skjótast úr kökunni..é hleyp..rosa hetja..bakvið e-ð grindverk og skutla mér þar niður..heyri að skot úr henni skellur í e-ð..fór á lóðina hjá fólkinu við hliðina og 3 bílar fóru gang..þjófavörnin þeas!! djöfull var ég fljót að láta mig hverfa..!
Við fórum svo á djammið..ég og Stóns kíktum fyrst til Kollu og Helga, en Hildur var farin til Sessu! Fórum svo ekki fyrr en um 4 leytið til Sessu..í taxa með Palla, besta vini Stóns þessa dagana! Vorum þar til e-ð 7-8..þá kom Nonni og skutlaði Hildi, Kollu og Stóns í bæinn og svo skutlaði hann mér heim! Ég var búin eftir kvöldið!! Djöfull var taxinn dýr..shit..ég var voða fyndin og horfði á mælinn hrannast upp eins og sekúnduvísir "ÞAÐ ER BARA EKKERT VERÐ Á ÞESSU HJÁ ÞÉR PALLI MINN..ÁTTI EKKI AÐ VERA STÓRHÁTÍÐARKAUP Í KVÖLD ESSKAN?" og alltaf þegar hann ætlaði að segja e-ð þá heyrðist í Stóns "VOOOHÓÓÚÚÚ...HÆKKAÐU Í GRÆJUNUM PALLI.." Hann vildi endilega vera í bandi við Stóns daginn eftir og hún "jaaaá endilega..ég er með númerið þitt.....!! 5885522 - Hreyfill...aanyways..
Ég tek allt til baka sem ég hef sagt um Lord of the Rings...ég ætlaði mér aldrei að horfa á þetta...en svo horfði ég á fyrstu myndina í gær..og aðra myndina í dag...og get ekki beðið eftir að horfa á þriðju myndina!! Djös snilld...ér alveg að fíla þetta...ég og Frodo all the way..
Spurning um að fá sér aðeins í kvöld? Síðasti frídagurinn minn á morgun...
Kanaríeyjar 11 janúar..aahhh djös snilld sem það verður..
|
|| Rakel 10:26 e.h.